Sameinumst og verndum náttúruna
Fyrstu skrefin að umhverfisvænni framtíð og að hugsa betur um jörðina er markmið okkar allra. En erfitt getur reynst að hefjast handa á svo stóru verkefni - hvar á að byrja?
Langar þig að lifa umhverfisvænna lífi?
Umræðan í samfélaginu um umhverfismál getur verið yfirþyrmandi og Orkulauf vonast til þess að búa til vettvang þar sem samfélagið getur sameinast og minnkað þau slæmu áhrif sem við höfum á umhverfið.
Orkulauf
Orkulauf er snjallsímaforrit sem hvetur notendur sína til að tileinka sér umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl. Þannig geta notendur safnað sér inn “Orkulaufum” fyrir að velja umhverfisvænni kosti í daglegu lífi og fræðast um nýjar leiðir til að draga úr kolefnisspori sínu.
Taktu þátt í markaðskönnuninni okkar!
Orkulauf vonast eftir því að skilja mögulega notendur okkar betur. Með því að svara þessari örstuttu markaðskönnun getur þú hjálpað okkur að finna hvaða málefni notendur okkar hafa mestan áhuga á og gert okkur auðveldara fyrir að beita athygli okkar að þeim þáttum. Við hlökkum til að heyra hvað þið hafið að segja!
Vilt þú vera með?
Allir geta tekið þátt - margt smátt gerir eitt stórt!